Vilja að skólabörn horfi á klám

Það þykir ekki mjög spennandi að rúlla smokk upp á …
Það þykir ekki mjög spennandi að rúlla smokk upp á agúrku í kynfræðslu. EPA

Danskur prófessor í kynfræði leggur til að skólabörn verði látin horfa á klám svo þau geri greinarmun á kynlífi og klámi.

Christian Graugaard, prófessor í kynfræði við háskólann í Álaborg, hefur lagt til að opinberir skólar í Danmörku sýni nemendum klámmyndir svo þau geti séð muninn á eðlilegu kynlífi og þeim óraunverulegu væntingum sem unglingar fá af því að horfa á gróft klám á netinu.

Í viðtali við danska útvarpið segir Graugaard að það sé miklu nær í stað þess að láta unglingum leiðast í kynfræðslu þar sem smokki er rúllað upp á agúrku.

Rannsóknir sýna að allt að 99% unglingspilta og 86% unglingsstúlkna á Norðurlöndunum hafi horft á klám og segir Graugaard rétt að skólarnir aðstoði ungmennin við að skilja að þeirra eigin kynlíf sé ekki líklegt til þess að endurspegla það sem þau sjá á netinu. Með því sé jafnvel hægt að koma í veg fyrir að þau reyni kynmök af þeirri gerð sem sýnd eru í grófu klámefni.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert