Pútín segir morðin „skammarleg“

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir nóg komið af „skammarlegum“ pólitískum morðum í Rússlandi, að því er fram kemur í frétt á vef BBC. Stjórnarandstæðingurinn Boris Nemtsov er nýjasta dæmið um slíkt en hann var skotinn til bana á götu í Moskvu. Hann var 55 ára. Útför hans fór fram í gær. 

Enn er ekki búið að upplýsa morðið og hefur Pútín staðfastlega neitað að hafa átt nokkurn þátt í því. 

Frétt mbl.is: Hverjir hafa dáið og hvernig?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert