Edison hafði hugmyndir um draugasíma

Bandaríski uppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison.
Bandaríski uppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison. AFP

Bandaríska uppfinningamanninn Thomas Edison dreymdi um að smíða tæki til að hlusta á raddir framliðinna. Skráði hann tilraunir sínar og komu þær út eftir lát hans 1948 í lokakafla Dagbókar og ósamstæðra athugasemda, en var sleppt úr síðari útgáfum bókarinnar á ensku. Í Frakklandi hafa þessar hugmyndir Edisons um „draugasíma“ nú verið endurvaktar í bók sem nefnist Konungdæmi handanheimalífsins.

Edison þróaði plötuspilarann og mun hafa vonast til að magna upp raddir að handan með upptökum. Mun hann hafa samið um það við samstarfsmann sinn William Walter Dinwiddie að sá þeirra, sem færi á undan, myndi reyna að senda boð að handan til hins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert