Matisse í öllu sínu veldi í Róm

Yfir eitt hundrað verk eftir franska listamanninn Henri Matisse eru á sýningu á safninu Scuderie Del Quirinale í höfuðborg Ítalíu, Róm. 

Sýningin var opnuð í vikunni og stendur til 21. júní en á henni er að finna málverk og teikningar sem sýna vel þær breytingar sem urðu á listamannsferli Matisse en hann er einn frægasti listamaður Frakka á síðustu öld.

Flest verkanna á sýningunni eru fengin að láni frá söfnum víða um heim, má þar nefna Tate-safnið í Lundúnum, MET og Hermitage-safnið í Vetrarhöllinni í Pétursborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert