Minntust Stalíns á ártíð hans

Stuðningsmenn rússneska kommúnistaflokksins komu saman í gær við leiði Jósefs Stalíns, einræðisherra Sovétríkjanna, og minntust þess að 62 ár voru liðin frá því að Stalín lét lífið.

Stalín fæddist hinn 18. desember árið 1878 í bænum Gori í Georgíu, sem þá tilheyrði Rússlandi.

Arfleifð hans er umdeild í Rússlandi, þar sem margir sagnfræðingar kenna  honum sérstaklega um að hafa orðið valdur að andláti milljóna manna. Margir Rússar telja hins vegar að Stalín hafi verið þjóðhetja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert