Skemmdarverkin „stríðsglæpur“

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. AFP

Ban Ki-moon, aðalritar Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt skemmdarverk liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams í hinni fornu borg Nimrud. Hann segir skemmdarverkin vera stríðsglæp og árás á mannkynið. 

Skemmdarverkin eru aðeins þau síðustu í niðurrifsherferð samtakanna gegn menningararfi í Írak. Að sögn íraskra stjórnvalda fóru íslamistarnir með jarðýtur á menningarverðmætin í Nimrud.

Ni­mrud er einn helsti gim­steinn sem varðveist hef­ur frá Ass­yríu­tíma­bil­inu. Borg­in var stofnuð á þrettándu öld fyr­ir Krist og er við Tígris-ána í um þrjátíu kílómetra fjar­lægð frá Mos­ul, annarri stærstu borg Íraks. Mos­ul er eitt helsta vígi víga­manna Rík­is íslams.

Fréttir mbl.is:

Rústuðu fornri borg

Hafa eyðilagt ómetanleg verðmæti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert