Ber flugmanninn saman við Breivik

Andreas Lubitz, flugmaður­inn sem var við stýrið þegar vél Ger­manw­ings brot­lenti í frönsku Ölp­un­um, hefur verið rannsakaður í þaula í dag. Ljóst þykir að Lubitz hafi flogið vélinni viljandi á fjallið og þannig svipt bæði sig sjálfan og 149 aðra lífi. Fjölmiðlar hafa fjölmennt í heimabæ hans til þess að reyna að færa almenningi frekari upplýsingar um hver Lubitz var í raun.

„Hann var fullkomlega eðlilegur ungur maður,“ segir forseti flugklúbbsins sem Lubitz tilheyrði, Klaus Radke. „Hann var fullur af lífi og mjög fær að auki. Það er þannig sem ég þekki hann.“

Annar nágranni Lubitz líkti honum við fjöldamorðingjann Anders Breivik. „Þetta er eins og með manninn í Noregi sem drap 70 börn á eyjunni þarna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert