Eldhaf í New York

AFP

Bygging féll saman við kröftuga sprengingu í East Village hverfinu í New York nú fyrir skömmu. Í kjölfarið kviknaði mikill eldur í nálægri byggingu og eru í það minnsta 12 manns slasaðir, þar af í það minnsta þrír alvarlega, vegna brunans. Þessu greinir New York Times frá.

Slökkviliðið í New York telur að einhverskonar gassprenging hafi valdið eldhafinu en orsök eldsins mun ekki staðfest. Tæpum klukkutíma eftir að eldurinn braust út voru 250 slökkviliðsmenn á staðnum.

Frétt mbl.is: „Ég fann jörðina hristast“

The New York Times hefur eftir talsmanni lögreglu að byggingarframkvæmdir hafi staðið yfir við byggingarnar tvær og að byggingarverkamenn hafi verið að störfum þar í allan dag.

Fulltrúi lögreglunnar segir vitni að því þegar byggingin féll saman hafa lýst því hvernig íbúar hlupu niður brunastiga til að flýja eldhafið og brutust út úr rústunum í því sem veggirnir hrundu allt í kring.

Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert