Obama tók viðtal við höfund The Wire

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrir löngu lýst því yfir að hann sé mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna The Wire, sem fjalla meðal annars um lögreglumenn og fíkniefnasala í Baltimoreborg í Bandaríkjunum, skólakerfið þar í borg og starfsemi fjölmiðla.

Forsetinn birti í dag viðtal sem hann tók við annan höfund þáttanna, David Simon, um þættina og hvaða áhrif þeir hefðu haft á hann. Í viðtalinu lýsti Obama þáttunum sem einhverju mesta listaverki síðustu áratuga.

David Simon starfaði meðal annars sem blaðamaður hjá The Baltimore Sun. Þættirnir eru mörgu leyti byggðir á upplifun Simon af starfi hans og störfum lögreglumanna í borginni, sem hafa sagt þættina lýsa aðstæðum í fátækri borg í Bandaríkjunum mjög vel.

Viðtal forsetans við David Simon má sjá hér að neðan.

Omar Little, persóna úr The Wire. Persóna Omars er byggð …
Omar Little, persóna úr The Wire. Persóna Omars er byggð á raunverulegri persónu, sem fékk 17 ára fangelsisdóm fyrir morð. Obama hefur sagt Omar uppáhaldspersónu sína í þáttunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert