Stillti sjálfstýringuna á 96 fet

Andreas Lubitz, flugmaðurinn sem ljóst þykir að hafi brotlent vélinni …
Andreas Lubitz, flugmaðurinn sem ljóst þykir að hafi brotlent vélinni viljandi. AFP

Sjálfstýring Germanwings-vélarinnar var endurstillt handvirkt til að færa flugvélina niður í 96 feta (30 metra) hæð. Þetta hefur The New York Times eftir vefsíðunni FlightRadar24 sem getur sér þess til að 96 fet séu lægsta stillingin sem sjálfstýringin myndi samþykkja.

Breytingin var gerð rétt áður en flugvélin hóf að lækka flugið en þrátt fyrir að leiðin niður væri brött tók lækkunin meira en átta mínútur.

„Milli 09:30:52 og 09:30:55 sjáum við að sjálfstýringunni var breytt handvirkt úr 38.000 fetum,“ hefur The New York Times eftir FlightRadar24. Níu sekúndum síðar hóf vélin að lækka flugið, líklega með „open descent“-sjálfstýringu.

Síðan birti ratsjársvari gögn sem aðstandendur hennar rannsökuðu til að komast að þessari niðurstöðu og sögðust hafa afhent rannsakendum gögnin á þriðjudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert