Flugstjóri hughreysti farþega

AFP

Kona að nafni Britta Englisch deildi í gær reynslu sinni af því að fljúga með Germanwings í færslu á vef flugfélagsins

„Í gærmorgun, klukkan 8:40, steig ég um borð í vél Germanwings frá Hamborg til Kölnar með blendnar tilfinningar,“ skrifaði Englisch á vegg Germanwings.

„En flugstjórinn bauð ekki bara hvern farþega fyrir sig velkominn heldur hélt hann stutta ræðu fyrir flugtak. Ekki frá flugstjórnarklefanum – hann stóð í farþegarýminu. Hann talaði um hvernig slysið snerti hann og alla áhöfnina. Um hversu illa áhöfninni liði en að allir væru þarna af fúsum og frjálsum vilja.“

Englisch sagði flugstjórann hafa talað um fjölskyldu sína og fjölskyldur áhafnarinnar og þær fyrirætlanir hans að gera allt sem í sínu valdi stæði til að vera með fjölskyldu sinni um kvöldið.

„Það var algjör þögn. Og svo klöppuðu allir. Ég vil þakka þessum flugmanni,“ skrifaði Englisch. „Hann skyldi hvað allir voru að hugsa. Og honum tókst að skapa, fyrir mig í það minnsta, góða tilfinningu fyrir fluginu.“

Gestern morgen um 8:40 h stieg ich mit gemischten Gefühlen in einen Germanwings Flug von Hamburg nach Köln. Doch dann...

Posted by Britta Englisch on Wednesday, March 25, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert