Leita enn að hinum flugritanum

Lögregla og björgunarfólk að störfum í frönsku Ölpunum í gær.
Lögregla og björgunarfólk að störfum í frönsku Ölpunum í gær. AFP

Fjöldi sérhæfðra lögreglumanna og björgunarfólks leitar enn að hinum flugrita farþegavélar Germanwings sem brotlenti í frönsku Ölpunum á þriðjudag. Annar flugriti vélarinnar fannst fáeinum klukkustundum eftir brotlendinguna.

Í flugvélum eru tveir flugritar, einnig þekktir sem svörtu kassarnir. Annar þeirra hljóðritar samtöl milli áhafnar og flugumferðarstjórnar. Um er að ræða tveggja klukkustunda hljóðupptöku og er þetta flugritinn sem þegar er fundinn í frönsku Ölpunum. Hinn flugritinn skrásetur tæknilegar upplýsingar, t.d. hitastig, hraða, hæð og stefnu.

Einnig er leitað að líkamsleifum svo hægt sé að bera kennsl á þá sem voru í vélinni. Seinna verður brakinu safnað saman.

Vonast er til þess að flugriti vélarinnar varpi ljósi á …
Vonast er til þess að flugriti vélarinnar varpi ljósi á slysið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert