Um 300 kjörstaðir áfram opnir

Kjörstaðir sums staðar í Nígeríu verða áfram opnir á morgun vegna tæknilegra vandamála sem komu upp við forsetakosningarnar í dag. Búnaður sem skannar meðal annars fingraför kjósenda bilaði víða og tók kjörstjórnin þess vegna þá ákvörðun að hafa áfram um þrjú hundruð kjörstaði opna á morgun. 

Alls var kosið á um 150 þúsund kjörstöðum í Nígeríu í dag.

Kjósendur þurfa að skrá sig með fingrafaraskanna áður en þeir geta kosið. Þessir skannar stóðu sums staðar á sér og tók það til að mynda sjálfan forsetann, Goodluck Jonathan, fimmtíu mínútur að skrá sig þegar hann mætti á kjörstað í heimaþorpi sínu, Otuoke, fyrr í dag.

Búist er við því að lítill munur verði á milli fylgi forsetaframbjóðandanna, Goodlucks og Muhammadu Buharis.

Hafa báðir fram­bjóðend­urn­ir heitið því að stöðva of­beldið sem hefur verið áberandi í land­inu vegna hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. Frá ár­inu 2009 hafa liðsmenn samtakanna myrt þúsund­ir og þvingað millijón­ir til að flýja heim­ili sín í norðaust­ur­hluta Níg­er­íu. Jafn­framt hafa þeir ráðist á þorp í ná­granna­ríkj­um Níg­er­íu, Tsjad og Kam­erún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert