11 létust í átökum við lögreglu

Lögreglumenn í Brasilíu lentu í átökum við bankaræningja og eiturlyfjasala …
Lögreglumenn í Brasilíu lentu í átökum við bankaræningja og eiturlyfjasala í dag. Mynd úr safni. AFP

Ellefu manns létust í dag í átökum á milli lögreglusveita og glæpagengja í austur Brasilíu í dag. Jafnframt særðust tveir lögreglumenn.

Sjö manns, sem grunaðir voru um að tilheyra gengi bankaræningja, létust í bænum Currais Novas á meðan fjórir meintir eiturlyfjasalar létust í skotbardaga við lögreglu í Mangueira.

Fréttastofan G1 sagði frá þessu í dag og sagði að þeir sem grunaðir eru um að hafa stundað bankarán hafi hafið skothríð á lögreglu snemma í morgun sem skutu til baka. Þá lést einnig maður sem gaf til kynna að honum hafi verið rænt af genginu. 

Fann lögregla byssur og sprengiefni í bifreiðum mannanna. Að sögn heilbrigðisyfirvalda eru lögreglumennirnir tveir sem særðust í stöðugu ástandi. Var einn maður handtekinn vegna átakanna. 

Gaf lögregla til kynna að þeir hafi fundið faldar birgðir af byssum og sprengjum og meira en 1000 skotfæri við húsleitir í kjölfar átakanna í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert