Fundu lík í rústunum

Eitt lík hefur fundist í rústunum.
Eitt lík hefur fundist í rústunum. AFP

Lögregla í New York í Bandaríkjunum fann í dag lík í rústum húss sem hrundi í gassprengingu í borginni á fimmtudaginn. Tilkynnt hefur verið um tvo ófundna einstaklinga eftir sprenginguna sem olli gífurlegu eldhafi.

Þeir sem týndir eru voru báðir staddir á sushiveitingastað í sama húsi og sprengingin varð. 

Annar þeirra er Nichloas Figureoa, en hann var nýbúinn að greiða fyrir hádegismat á staðnum er sprengingin varð. Samkvæmt frétt AFP-fréttaveitunnar er hinn aðilinn starfsmaður á veitingastaðnum.

Aðstoðarvarðstjóri lögreglunnar í New York, Lee Jones, sagði í samtali við AFP-fréttaveituna að líkið hefði fundist um klukkan 13 í dag að staðartíma. Ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um viðkomandi eða hvar líkið fannst. 

Alls slösuðust 22 í sprengingunni og eldsvoðanum, þar á meðal sex slökkvi- og lögreglumenn. 

Slökkviliðsstjóri New York-borgar sagði að það myndi taka viku að hreinsa svæðið. 

Fyrri fréttir mbl.is:

Ófundinn eftir sprenginguna

Tveggja manna enn saknað

Slökkviliðsmenn að störfum við eldsvoðann á fimmtudaginn.
Slökkviliðsmenn að störfum við eldsvoðann á fimmtudaginn. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert