Ráðist á uppreisnarmenn í Jemen

Reykur stígur til himins í borginni Aden eftir loftárásir Sádi …
Reykur stígur til himins í borginni Aden eftir loftárásir Sádi Araba á borgina í gær. AFP

Að minnsta kosti 38 létu lífið í átökum á milli uppreisnarmanna og meðlima ættbálka nálægt olíuvinnslusvæði í Suður-Jemen í dag.

Brutust átökin út þegar menn af tilteknum ættbálki réðust á uppreisnarmenn Huthi-fylkingarinnar nálægt Usaylan í Shabwa-héraði. 

Í tilkynningu frá öryggisnefnd í landinu kemur fram að þrjátíu úr röðum Huthi-fylkingarinnar hafi látist á meðan átta úr ættbálknum létu lífið. Samkvæmt frétt AFP-fréttaveitunnar eru meðlimir Huthi-fylkingarinnar stuðningsmenn fyrrverandi forseta Jemens, Ali Abdullah Saleh. 

Loftárásir Sádi-Araba á Jemen hafa haldið áfram í dag en þær hófust á fimmtudaginn. Eru þær gerðar til stuðnings forseta Jemen, Abedrabbo Mansour Hadi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert