Þóttist vera lögfræðingur í áratug

Mynd/Wikipedia

Kona að nafni Kimberly Kitchen var á fimmtudaginn kærð til lögreglu í Pittsburgh í Bandaríkjunum, sökuð um að þóst vera lögfræðingur í áratug. Falsaði hún skjöl um menntun sína úr háskólanum í Duquesne auk þess sem hún þóttist hafa lögmannsréttindi.

Hún starfaði á lögmannsstofu þar sem hún var orðin eigandi þegar lögreglan fór að rannsaka málið eftir ábendingu frá öðrum lögfræðingum. Hún sérhæfði sig í eignarétti og veitti ráðgjöf varðandi skipulagsreglur borgarinnar. 

„Hún er rosalega klár kona og hún barðist ötullega fyrir réttindum skjólstæðinga sinna,“ segir lögfræðingurinn Caroline Roberto, sem starfaði með henni. „Það eru hlutir sem koma fram í kærunni sem við erum algjörlega ósammála.“

Aðrir eigendur lögmannsstofunnar hennar segjast í tilkynningu ætla að yfirfara störf hennar til að komast að því hvort eitthvað sé við þau að athuga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert