Vara við flóðbylgju eftir risaskjálfta

Hér má sjá Papúa Nýju-Gíneu og staðsetningu þess í Kyrrahafinu.
Hér má sjá Papúa Nýju-Gíneu og staðsetningu þess í Kyrrahafinu. Mynd/Google Maps

Miðstöð flóðbylgjuvarna fyrir Kyrrahafið, sem staðsett er á Hawaii, sendi í kvöld frá sér viðvörun um að flóðbylgjur geta skollið á strendur í Kyrrahafinu eftir jarðskjálfta í Papúa Nýju-Gíneu, sem mældist 7,7 að stærð.

Nær viðvörunin til svæða allt að 1000 km frá miðpunkti skjálftans sem er nálægt bænum Rabaul. Papúa Nýja-Gínea er ríki í Kyrrahafinu, norður af Ástralíu, og samanstendur meðal annars af mörgum litlum eyjum. 

Búist er við að öldurnar sem gætu skollið á strendurnar verði allt að þremur metrum að hæð. 

Jarðskjálftinn varð klukkan 22 að staðartíma og á hann að hafa fundist allt að 2 þúsund kílómetra frá upptökunum. Á hann einnig að hafa valdið skaða í allt að 200 km fjarlægð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert