Voru stungin til bana

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. AFP

Talið er að fjögurra manna fjölskyldan, sem fannst látin í íbúð á Gíbraltar fyrr í dag, hafi látist af völdum hnífsstungna. Fjölskyldan hafði verið búsett á Spáni en aðeins nýlega flutt til Gíbraltar, að því er segir í frétt Sky News.

Hjónin áttu saman sex vikna gamla stúlku og fyrir átti konan fjögurra ára dóttur. Börnin voru bæði stungin til bana, að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum.

Maðurinn var 31 árs gamall Breti en konan 37 ára Spánverji.

Svæðið í kringum íbúðina er lokað af og verst lögreglan allra fregna.

Gíbralt­ar er höfði við norður­hluta Gíbralt­ar­sunds í Suðvest­ur-Evr­ópu með landa­mæri að Spáni. Gíbralt­ar er und­ir yf­ir­ráðum Breta.

Frétt mbl.is: Fundust látin í íbúð á Gíbraltar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert