Búið að safna líkamsleifunum

Brakið dreifðist um stórt svæði og mun taka nokkurn tíma …
Brakið dreifðist um stórt svæði og mun taka nokkurn tíma að safna því saman. AFP

Búið er að fjarlægja allar líkamsleifar þeirra sem létu lífið þegar vél Germanwings var grandað í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Á morgun munu vinnuhópar hefjast handa við að safna persónulegum eigum fólksins. Enn er leitað að hinum flugrita vélarinnar.

Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði í dag að fljótlega yrði búið að bera kennsl á alla þá sem voru um borð í vélinni. Búið er að leggja til hliðar nokkur hundruð milljónir bandaríkjadollara sem ætlaðar eru sem skaðabætur til ástvina þeirra sem létu lífið.

Flutningabílar eru nú um 45 mínútur að staðnum þar sem vélinni var grandað. Brakið dreifðist um stórt svæði og mun taka nokkurn tíma að safna því saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert