Hjónin settu húsið á sölu í febrúar

Hjón­in bjuggu í bæn­um Xalo á Benidorm á Spáni. Myndin …
Hjón­in bjuggu í bæn­um Xalo á Benidorm á Spáni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Wikipedia

Jean og Peter Tarsey, hjónin sem fundust látin í faðmlögum í sófa á heimili sínu í bænum Xaló á Spáni í gær, settu húsið sitt á sölu í febrúar. Þau vildu búa nær syni þeirra og barnabörnum.

Nágranni hjónanna segir þau hafa verið indæl og þægileg í samskiptum. Nokkrum sinnum hafi verið brotist inn á heimili þeirra, meðal annars á jólunum fyrir tíu árum. Þau hafi þó ekki haft sérstakar áhyggjur af frekari innbrotum eða truflunum af öðrum toga.  

Frétt mbl.is: Áttu að mæta í matarboð í gær

Peter keppti í dýfingum fyrir Bretland á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956. Nágranninn segir að hann hafi reglulega stokkið af vegg í garðinum og dýft sér í sundlaugina. Peter var verkfræðingur í Bretlandi en seldi fyrirtæki sitt þegar hann flutti ásamt eiginkonu sinni til Spánar.

Jean sinnti sjálfboðaliðastörfum og gætti meðal annars yfirgefinna hunda. Hjónin höfðu tekið einn slíkan að sér og fannst hann á lífi í húsinu.

Frétt mbl.is: Fundust látin í faðmlögum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert