Kærastan vissi af veikindum Lubitz

Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem talinn er hafa grandað vél Germanwings …
Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem talinn er hafa grandað vél Germanwings í síðustu viku. AFP

Kærasta Andreas Lubitz, aðstoðarflugmannsins sem grunaður er um að hafa grandað vél Germanwings, vissi að hann glímdi við andleg veikindi en gerði sér ekki grein fyrir því hversu alvarleg þau voru.

Samkvæmt heimildum CNN hefur kærastan greint þeim sem vinna að rannsókn málsins frá því að þau Lubitz hafi verið að vinna í tilteknum erfiðleikum í sambandi þeirra og hefðu verið jákvæð með þróun mála. Sagði hún einnig að Lubitz hafi hitt tvo lækna, augnlækni og taugasálfræðing.

Læknarnir tveir sögðu Lubitz ekki hæfan til að starfa og komust þeir báðir að þeirri niðurstöðu að hann glímdi við andleg veikindi.

Áður hefur komið fram að Lubitz hafi kvartað vegna sjóntruflana. Talið er hugsanlegt að hann hafi óttast að missa flugmannspróf sitt vegna veikindanna. Hann er sagður hafa rætt við taugasálfræðinginn að hann væri undir of miklu álagi vegna starfsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert