Nokkur „snúin“ mál eftir

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, ræði við sendinefnd sína í Lausanne …
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, ræði við sendinefnd sína í Lausanne í morgun. AFP

Frestur sem Íranar og leiðtogar sex heimsvelda hafa sett sér til þess að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu rennur út í dag. Sitja samningamenn nú á fundi í Lausanne í Sviss til þess að freista því að sigla því í höfn. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir nokkur „snúin“ mál eftir.

Tilgangur viðræðnanna er að kjarnorkuáætlun Írana verði settar takmarkanir til þess að tryggja að þeir þrói ekki kjarnorkuvopn en í staðinn verði létt á refsiaðgerðum sem hafa sligað landið fram að þessu.

Samningamenn sátu á fundum langt fram á kvöld í gær og héldu áfram strax í morgun. Náist samkomulag áður en fresturinn er úti í dag er stefnt að því skrifað verði undir fullburða samning á milli aðila fyrir 30. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert