Sprengjuteikningar í Playstation-vélinni

Á annað hundrað manns hafa farið frá Austurríki til að …
Á annað hundrað manns hafa farið frá Austurríki til að berjast í Miðausturlöndum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. AFP

Austurrísk yfirvöld hafa ákært fjórtán ára gamlan pilt fyrir brot sem varða hryðjuverkalög. Pilturinn hafði rannsakað hvernig ætti að setja saman sprengju á netinu og setti sig í samband við vopnaðan hóp sem styður Íslamska ríkið í Sýrlandi.

Ákæran er byggð á gögnum sem fundust í Playstation-leikjatölvu piltsins. Þar á meðal voru leiðbeiningar um sprengjugerð sem hann hafði halað niður á netinu, að sögn talsmanns saksóknara í Sankt Poelten.

Pilturinn, sem er af tyrkneskum ættum, á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi verði hann fundinn sekur um að styðja hryðjuverkasamtök og að skipuleggja árás.

Fleiri en 170 manns hafa yfirgefið Austurríki til þess að berjast í Miðausturlöndum, samkvæmt upplýsingum innanríkisráðuneytis landsins. Sumir þeirra hafa látið lífið þar.

Frétt Reuters af málinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert