Stefna á sjálfstæði 2017

Artur Mas, helsti forystumaður sjálfstæðissinna í Katalóníu.
Artur Mas, helsti forystumaður sjálfstæðissinna í Katalóníu. AFP

Þjóðernisinnaðir stjórnmálaflokkar og samtök í Katalóníu hafa sett saman áætlun um það með hvaða hætti héraðið segi skilið við Spán. Samkvæmt henni verði katalónía sjálfstætt ríki árið 2017 að því gefnu að fjálfstæðishreyfingar sigri í héraðskosningunum í september.

Fram kemur í fréttt AFP að þjóðernissinnaðir stjórnmálaforingjar í Katalóníu hafi ákveðið að boða til héraðskosninganna í haust í kjölfar þess að spænsk stjórnvöld komu í veg fyrir að hægt yrði að halda þjóðaratkvæði um aðskilnað frá Spáni. Um verður að ræða þriðju héraðskosningarnar í Katalóníu síðan árið 2010. Hugmyndin er að kosningarnar verði ígildi þjóðaratkvæðagreiðslu segir í fréttinni.

Vinni sjálfstæðissinnar kosningarnar verði samin ný stjórnarskrá og stofnunum komið á fót sem skapa muni grundvöll nýs ríkis. Gert er ráð fyrir þjóðaratkvæði um nýju stjórnarskrána í kjölfar samþykktar þingsins og samningaviðræðna við spænsk stjórnvöld og Evrópusambandið um framtíðarsamskipti. Embættismenn ESB hafa varað við því að aðskilnaður frá Spáni þýddi að Katalónía segði skilið við sambandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert