Á 40 börn með 20 konum

mbl.is

Breskur karlmaður á sextugsaldri, Mike Holpin, á að minnsta kosti 40 börn með 20 konum. Haft er eftir honum á fréttavef Daily Telegraph að börnin séu svo mörg að hann þekki þau ekki öll í sjón. Holpin hefur verið kallaður ábyrgðarlausasti faðir Bretlands samkvæmt fréttinni en þar segir að hann hafi beinlínis gortað sig af því að eiga svo mörg börn.

Holpin er fyrrverandi starfsmaður skemmtigarðs en er nú atvinnulaus og býr í Suður-Wales. Börnin hans eru á aldrinum 3-37 ára. Hann réttlætir fjöldann með því að vísa í Biblíuna þar sem segir að maðurinn eigi að fjölga sér. Hann sé aðeins að fara eftir því. Holpin segist hvergi hættur og eigi líklega eftir að eignast fleiri börn. Holpin segist elska kynlíf og þegar hann verði kynferðislega æstur fari skynsemin út í veður og vind.

„Ég er frjósamur með eindæmum, ég trúi ekki í notkun getnaðarvarna og elska kynlíf. Ég á 22 börn sem bera ættarnafn mitt og svo eru um 18 - líklega nokkur fleiri - sem gera það ekki,“ segir hann. Holpin hefur verið kvæntur þrisvar sinnum og býr nú með unnustu sinni Diane og tveimur af börnum sínum. Mörg barna hans hafa verið tekin af honum af félagsmálayfirvöldum en hann hefur glímt við áfengisvandamál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert