Elsta manneskja heims látin

Misao Okawa.
Misao Okawa. Mynd frá hjúkrunarheimilinu

Japanska konan Misao Okawa, sem var talin elsta manneskja heims, er látin. Hún var 117 ára. Það var hjartað sem gaf sig að lokum. Okawa lést á hjúkrunarheimili í Osaka en í þeirri borg fæddist hún 5. mars árið 1898.

Þrjú börn hennar eru á lífi, fjögur barnabörn og sex barnabarnabörn. Heimsmetabók Guinness skráði aldursmet hennar árið 2013 og þá þegar var hún orðin elsta manneskja heims. Hún fagnaði 117 ára afmæli sínu 5. mars og sagði þá að árin mörgu hafi liðið hratt.

Hún sagði einnig að lykillinn að langlífi væri að sofa átta tíma á nóttu og að borða sushi sem var hennar eftirlætis matur.

Okawa giftist árið 1919. Hún og eiginmaðurinn Ykio bjuggu í borginni Kobe en er hann lést flutti hún aftur til Osaka. Það var árið 1931. 

Okawa náði því að vera á lífi á þremur öldum, þeirri 19., 20. og 21. Á ævi hennar voru fjórir keisarar í Japan og tuttugu forsetar Bandaríkjanna.

Frétt mbl.is: Hvernig verður maður 115 ára?

Frétt BBC.

Misao Okawa á 116 ára afmælisdaginn.
Misao Okawa á 116 ára afmælisdaginn. Skjáskot af Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert