Þúsundir heimilislausir í Síle

.
. AFP

Að minnsta kosti 23 eru látnir í norður Síle en flóð hafa ollið þar miklum skaða síðustu daga. 57 eru týndir en gífurleg rigning hefur verið í fylkinu Atacama, sem er þekkt fyrir að vera heimkynni þurrustu eyðimarkar heims. Olli rigningin flóðum sem hafa lagt heilu þorpin við jörðu í Atacama og einnig í nágrannafylkinu Antofagasta. 

„Það hafa 23 látist og 57 eru týndir. Jafnframt hafa 22,381 misst heimil sín, þar af búa 4,095 nú í neyðarskýlum,“ sagði Ricardo Toro, yfirmaður neyðarstjórnar landsins.

Forseti Chile, Michelle Bachelet, varaði við veðrinu og sagði að ástandið gæti orðið verra um helgina þar sem tala látinna mun líklega hækka. Hefur ríkisstjórn hennar ákveðið að veita 9, 5 milljónir bandaríkjadali eða um 1300 milljónir íslenskra króna í neyðaraðstoð. 

Eyðileggingin er gífurleg.
Eyðileggingin er gífurleg. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert