Lögðu hald á 2,25 tonn af kókaíni

AFP

Franskir tollverðir lögðu á miðvikudaginn hald á 2,25 tonn af kókaíni í seglabáti úti fyrir strönd frönsku eyjunnar Martinique í Karíbahafinu. Tilkynnt var um málið í dag samkvæmt frétt AFP. Þetta er mesta magn kókaíns sem franskir tollverðir hafa lagt hald á.

Fram kemur í fréttinni að seglbáturinn hafi flaggað bandaríska fánanum en í ljós hafi komið að hann var ekki skráður í Bandaríkjunum. Þrír voru handteknir um borð í bátnum. Magnið sem hald var lagt á er þriðjungur alls þess kókaíns sem franskir tollverðir lögðu hald á allt síðasta ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert