Lýsa yfir ábyrgð á tveimur tilræðum

AFP

Ríki íslam hefur lýst yfir ábyrgð á tveimur tilræðum í dag. Í sprengjutilræði skammt frá ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í sjálfstjórnarhéraði  Kúrda í gær, og í afgönsku borginni Jalalabad. Í fyrri árásinni létust tveir Tyrkir en í þeirri síðari 33 Afganar. Um 100 særðust en um sjálfsvígsárás var að ræða við banka þar sem fjölmargir voru að sækja laun sín.

Í þeirri fyrri særðust einnig margir en þar var um bílsprengju að ræða, segir í tilkynningu frá Ríki íslams. 

Forseti Afganistan, Ashraf Ghani, segir að þetta sé fyrsta árás samtakanna Ríki íslams í landinu en hingað til hafa árásir þeirra einkum beinst að Írak og Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert