Velta um koll styttum af Lenín

Stytta af Lenín í bakgrunni. Úr myndasafni.
Stytta af Lenín í bakgrunni. Úr myndasafni. AFP

Grímuklæddir menn hafa velt um koll nokkrum styttum af Vladimír Lenín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, í austurhluta Úkraínu á þeim svæðum þar sem stjórnarherinn hefur yfirráð. Tvær styttur af Lenín, sem stóðu fyrir við háskóla í borginni Kharkiv, voru þannig til að mynda eyðilagðar seint í gærkvöldi samkvæmt frétt AFP og voru myndbönd af því birt á netinu. 

Skemmdarverkin hófust eftir að úkraínska þingið samþykkti lög þess efnis að öll tókn um Sovétríkin í Úkraínu væru bönnuð. Lögin banna einnig tákn nasista. Þau hafa þó ekki enn verið staðfest af forseta landsins. Fleiri tákn um Sovétríkin hafa verið eyðilögð í Úkraínu af almennum borgurum eftir að lögin voru samþykkt í þinginu. 

Stjórnvöld í Rússlandi hafa mótmælt lagasetningunni á þeim forsendum að hún lýsi alræðishyggju. Myndband af eyðileggingu einnar styttunnar má sjá hér að neðan.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/CNGJniHjeJY" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert