Fundu 739 skögultennur

Fjögur tonn af afrískum fílabeinum fundust í vöruflutningagámum í Taílandi. Mun farmurinn vera um sex milljóna bandaríkjadala virði. Gámarnir voru sagðir innihalda baunir en við nánari eftirgrennslan fundu tollverðir 739 skögultennur í sendingunni sem kom frá Austur-Kongó og átti að senda áfram til Laos.

Yfirvöld telja að staðið hafi til að selja farminn frá Laos til kaupenda í Kína, Víetnam eða jafnvel aftur til Taíands en í þeim löndum eru fílabeinsafurðir í miklum metum þrátt fyrir að talið sé að iðnaðurinn sé smám saman að eyða stofni villtra fíla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert