Hinir eftirlifandi komnir í land

Flóttamennirnir voru margir slasaðir.
Flóttamennirnir voru margir slasaðir. AFP

Flóttamennirnir sem lifðu það af þegar skipið þeirra sökk á leið frá Norður-Afríku til Ítalíu á laugardaginn eru nú komnir með fast land undir fætur á Sikiley. Alls voru þeir 27 sem komust lífs af en óttast er að nær 700 hafi látið lífið. Hinir eftirlifandi telja að fjöldi farþega hafi hins vegar verið nær 950. 

Aðeins hefur verið staðfest að 24 hafi látist því björgunarstörf eru afar erfið á þessum slóðum auk þess sem slysið varð þegar skipið var á afar djúpum sjó. Að öllum líkindum geymir Miðjarðarhafið hina látnu, djúpt undir yfirborðinu. Talið er að einhverjir farþegar hafi verið læstir inni þegar skipið hvolfdi.

Það var björgunarskip ítölsku landhelgisgæslunnar Bruno Gregoretti sem flutti hina eftirlifandi til hafnar í Catania á Sikiley. 

„Allir þeir sem lifðu af eru karlmenn, engin börn eða konur,“ segir Giovanna di Benedetto sem starfar fyrir ítalska rauða krossinn í samtali við Verdens gang. Hún segir alla karlmennina vera frá Afríkuríkjum sunnan Sahara.

Alls komu 27 flóttamenn til hafnar með skipinu Bruno Gregoretti. …
Alls komu 27 flóttamenn til hafnar með skipinu Bruno Gregoretti. Þeir voru allir karlar. AFP
Aðeins hafa verið staðfest um 24 dauðsföll en óttast er …
Aðeins hafa verið staðfest um 24 dauðsföll en óttast er að hin raunverulega tala látinna hafi verið í kringum 700. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert