Segjast deila þjáningum Armena

Ungliðar armenska stjórnmálaflokksins Tashnag sem taka þátt í hungurverkfalli til …
Ungliðar armenska stjórnmálaflokksins Tashnag sem taka þátt í hungurverkfalli til að minnast þjáninga forfeðra sinna. AFP

Ríkisstjórn Tyrklands reyndi í dag að sýna Armenum hluttekningu í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá þjóðarmorðum á forfeðrum þeirra á veldistíma Ósmanna í Tyrklandi (e. Ottoman Empire). Sagði forsætisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, að Tyrkir deildu þjáningum Armena og vildu græða sorg fortíðar.

Samkvæmt AFP jaðraði yfirlýsing forsætisráðherrans við viðurkenningu á því að um þjóðarmorð hefði verið að ræða, líkt og Armenar hafa kallað eftir, en náði þó ekki svo langt.

„Enn á ný minnumst við af virðingu og deilum þjáningum barna og barnabarna ósmennskra Armena sem töpuðu lífi við brottflutningana 1915,“ sagði Davutoglu í yfirlýsingunni. 

1,5 milljón manna var myrt af herjum Ósmanna árið 1915 í því sem sagt kallað hefur verið fyrsta þjóðarmorð 20. aldarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert