Árás gerð á sjö friðargæsluliða SÞ

Ban Ki-moon á Íslandi árið 2013.
Ban Ki-moon á Íslandi árið 2013. mbl.is/Styrmir

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, segir árásir á sjö friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna í Afríkuríkinu Malí undirstrika brýna þörf á að koma á pólitískri sátt við uppreisnarmenn í norðurhluta landsins.

Sjö friðargæsluliðar særðust í gær í árásum sem uppreisnarmenn gerðu um 100 kílómetra suðvestur af borginni Kídal í norðurhluta landsins.

Samtals hafa fimm óbreyttir borgarar látið lífið í árásum uppreisnarmanna og 13 óbreyttir borgarar og 16 friðargæsluliðar hafa meiðst í árásunum.

„Árásir á óbreytta borgara og friðargæsluliða SÞ er alvarlegt brot á alþjóðalögum," sagði Ban Ki-moon og bætti hann við að þeir sem stóðu að baki árásanna skyldu sæta ábyrgð vegna árásanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert