Þúsundir gista utandyra í nótt

Björgunarhópar víða af úr heiminum streyma nú til Nepal til að aðstoða við björgunarstörf. Talið er að fleiri en 1.200 manns séu látnir.

Samgöngur eru víða úr skorðum eftir skjálftann og því mun taka lengri tíma að ná nokkurra staða. Sérstaklega er óttast um þorp í dreifbýli nálægt upptökum skjálftans en þau eru um 80 kílómetrum frá Katmandú, höfuðborg Nepal.

Vegir eru ónýtir eða ófærir vegna skriðufalla, er haft eftir starfsmanni Rauða krossins í yfirlýsingu og hefur því reynt erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um stöðu mála.

Þá liggur símasamband víða niðri og víða er ekkert rafmagn. Fólk hefur safnast saman á opnum svæðum og hyggst gista þar í nótt af ótta við eftirskjálfta.

Í myndskeiði sem fylgir fréttinni má sjá slasaða sem fluttir hafa verið á sjúkrahús í norðausturhluta Indlands eftir skjálftann í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert