Tróð nýfæddu barni í skrifborðsskúffu

Kimberly Pappas.
Kimberly Pappas.

Kona í Michigan sem tróð nýfæddu barni sínu í skrifborðsskúffu hefur verið ákærð fyrir morð.

Hin 25 ára Kimberly Pappas er sögð hafa notað naglaskæri til að klippa á naflastrenginn sem tengdi hana við nýfæddan son sinn eftir að hún fæddi hann inni á baði á vinnustað sínum. Í framhaldinu er hún sögð hafa troðið honum í innsiglaðan plastpoka og geymt í skúffu í skrifborði sínu í um 30 mínútur.

Samstarfsmenn Pappas hringdu í lögregluna eftir að þeir fundu blóðpoll inni á baðherberginu samkvæmt New York Daily News. Pabbas bar því við að hún hafi misst fóstur en við krufningu kom fram að barnið hafði látist af mannavöldum skömmu eftir fæðingu.

Samkvæmt lögum í Michigan mega foreldrar afhenda yfirvöldum börnin sín nafnlaust innan 72 tíma frá fæðingu þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert