Afhöfðanir og ruslfæði

Hussen Abase,faðir Amira Abase
Hussen Abase,faðir Amira Abase AFP

Ein bresku skólastúlknanna þriggja sem vöktu mikla athygli þegar þær létu sig hverfa að heiman til þess að ganga til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi hefur látið vita af sér með því að birta mynd á Twitter af matnum sem hún er að borða.

Amira Abase, 15 ára, og vinkonur hennar hurfu fyrir rúmum tveimur mánuðum og er talið að þær séu í sýrlensku borginni Raqqa.

Times greinir frá twitterfærslu hennar, fyrsta lífsmarkið sem heyrist frá þeim frá því þær komu til Sýrlands.

Færslan er sett inn fyrr í mánuðinum og sýnir mynd af steiktum kjúklingi og frönskum, flatbrauði og kebab. Segir hún þetta vera dwala-skyndibita, en dwala er oft notað sem heiti á svæði sem tilheyrir Ríki íslams.

Twittersíða Abase var lokuð en hún virðist hafa opnað aðgang að henni nýverið. Í frétt  Sunday Times kemur fram að hún hafi borðað matinn með 16 ára stúlku sem nefnist Um Ayoub. Sú ritar við færsluna: „Langar að afhöfða einhverja kafíra (aðra en múslíma) núna.“

Amira Abase og vinkonur hennar Shamima Begum, 15 ára, og Kadiza Sultana, 16 ára, greiddu með reiðufé fyrir flutning til Istanbúl frá Bretlandi áður en þær fóru landleiðina þaðan og yfir landamæri Sýrlands í febrúar.

Talið er að þær hafi fylgt í fótspor Sharmeenu Begum, 15 ára, sem fór frá Bretlandi og gekk til liðs við Ríki íslams í desember. Þær voru allar nemendur í Bethnal Green Academy í austurhluta Lundúna.

Twitterfærslan er það eina sem hefur heyrst frá Abase frá því hún fór frá Bretlandi. Times vísar í það sem hún hefur áður ritað á Twitter en þar virðist hún hafa áhyggjur af stöðu Chelsea í enska boltanum, sem greinilega er hennar lið.

Amira Abase hefur birt ummæli Abdullah Azzam, læriföður Osama bin Laden, sem er sagður faðir heilags stríðs og ritaði oft um Allah.

Faðir hennar, Abase Hussen, hefur viðurkennt að hann hafi hér áður gengið til liðs við öfgahreyfingu og farið með dóttur sína í tvígang á mótmælafundi.

Abase Hussen, 47 ára, sakar bresk stjórnvöld um að bera ábyrgð á því að dóttir hans fór til Sýrlands. Hann hefur sagt að hann sjái eftir því að hafa tekið þátt í mótmælafundum og hvatt til hryðjuverka á mótmælafundum fyrir utan bandaríska sendiráðið í Lundúnum árið 2012.

<blockquote class="twitter-tweet">

Beheadings and a taste for chips: the life of a British jihadist bride <a href="http://t.co/yLtENtugnF">http://t.co/yLtENtugnF</a> <a href="http://t.co/ClmbBZhDOJ">pic.twitter.com/ClmbBZhDOJ</a>

— The Sunday Times (@thesundaytimes) <a href="https://twitter.com/thesundaytimes/status/592274423610265600">April 26, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

London schoolgirl Amira Abase 15, has tweeted from inside the Islamic State for the 1st time <a href="http://t.co/7jKTLzEUQg">http://t.co/7jKTLzEUQg</a> <a href="http://t.co/LFvjn9rdlq">pic.twitter.com/LFvjn9rdlq</a>

— RED (@earthnews2020) <a href="https://twitter.com/earthnews2020/status/592582609173028865">April 27, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>



Kadiza Sultana, Amira Abase og Shamima Begum
Kadiza Sultana, Amira Abase og Shamima Begum AFP
Hussen Abase, faðir Amira Abase l
Hussen Abase, faðir Amira Abase l AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert