„Hjartans dóttir okkar tekin frá okkur“

Læknirinn Marisa Eve Girawong, 28 ára, lést í snjóflóði sem …
Læknirinn Marisa Eve Girawong, 28 ára, lést í snjóflóði sem féll í grunnbúðum Everest. AFP

Ashleigh Stumler hélt hún væri með svima vegna þunna loftsins á Everest. En leiðsögumaðurinn sagði henni að þetta væri eitthvað allt annað. Öflugur jarðskjálfti var að hrista rætur hæsta fjalls heims. Stumler er á meðal þeirra sem lifðu hörmungarnar af. Að  minnsta kosti 17 létust í snjóflóðum sem urðu á og við Everest. 

Eve Girawong, læknir í grunnbúðum Everest, grófst í snjóflóði vegna skjálftans á laugardag. Hún er talin af. „Hjartans dóttir okkar, systir og vinur var tekin frá okkur,“ skrifar fjölskyldan á Facebook, að því er fram kemur í fréttaskýringu á vef CNN þar sem sögur þeirra sem lifðu af og einnig þeirra sem létust eru sagðar.

Kvikmyndaframleiðandinn Tom Taplin hafði verið í grunnbúðum Everest í um mánuð. Þar var hann taka heimildarmynd um samfélag fjallgöngufólks sem hefst ár hvert við í búðunum. Hann var einn þeirra sem létust í snjóflóði sem fór yfir grunnbúðirnar.

Eiginkona hans, Corey Freyer, segir að hann hafi dáið við að gera það sem hann elskaði. Hún segist hins vegar harmi slegin vegna fráfalls þessa besta félaga síns. Þau höfðu ferðast saman víða um heim, m.a. til Suðurskautslandsins. Hún segist ekki vita hvenær hún fái lík eiginmannsins. Mikið öngþveiti ríkir í Nepal enda fórust yfir 3.000 manns í jarðskjálftanum og fjölmargir slösuðust. Líkhús eru því yfirfull og sjúkrahús sömuleiðis.

Ár er liðið síðan 16 nepalskir leiðsögumenn létu lífið í snjóflóði á fjallinu. 

Fréttaskýring CNN.

Ættingi manns sem lést í jarðskjálftanum heldur um hönd hans …
Ættingi manns sem lést í jarðskjálftanum heldur um hönd hans og syrgir. Yfir 3.000 fórust. AFP
Fórnarlamba jarðskjálftanna minnst.
Fórnarlamba jarðskjálftanna minnst. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert