Hörmungar á Everest á 60 sekúndum

Svona líta grunnbúðir Everest út eftir að snjóflóðið féll.
Svona líta grunnbúðir Everest út eftir að snjóflóðið féll. AFP

Jarðskjálftinn í Nepal olli fjölda snjóflóða víða um Himalajafjöllin. Kunnugir segja hamfarirnar þær verstu sem orðið hafa við Everest-fjall en þar er fjöldi manns samankominn til að freista þess að klífa þennan hæsta fjallstind heims.

Yfir 3.000 eru látnir eftir jarðskjálfann sem varð á laugardag.

Þó að Everest sé í um 200 km fjarlægð frá upptökum stóra skjálftans féllu fjölmörg snjóflóð á svæðinu, segir í frétt BBC. Að minnsta kosti 18 létust er snjóflóð féll í grunnbúðum fjallsins og yfir 60 slösuðust.

Á vef BBC má sjá 60 sekúndna langt skýringarmyndband um áhrif skjálftans á Everest. Myndskeiðið má einnig sjá hér að neðan.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/yk2ZiJbI7es" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert