Lyfjum dreift í Jemen

Fjöldi barna hefur látið lífið í átökunum í Jemen síðustu daga. Hundruð hafa særst, m.a. vegna loftárása og jarðsprengja. UNICEF dreifir lyfjum og hjúkrunarvörum á sjúkrahúsin í höfuðborginni Sana. 

Sameinuðu þjóðirnar segja að í það minnsta þúsund manns hafi fallið í árásunum. Meðal látinna eru yfir 115 börn. 

Ekki hefur verið unnt að veita öllum heilbrigðisþjónustu, sérstaklega ekki á meðan loftárásum bandamanna stóðu. Sádi-Arabía tilkynnti í síðustu viku að loftárásum yrði hætt en átökin geisa enn og margir þjást.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert