Á flótta í hálfa öld

Myndin til vinstri var tekin af Freshwaters árið 1959. Myndin …
Myndin til vinstri var tekin af Freshwaters árið 1959. Myndin til hægri er af honum í dag. mynd/Lögreglan í Brevard-sýslu

Tæplega áttræður karlmaður, sem var dæmdur fyrir manndráp, hefur verið handtekinn eftir að hafa verið hafa verið á flótta undan réttvísinni í rúma hálfa öld. Maðurinn var handsamaður í Flórída í Bandaríkjunum.

Frank Freshwaters, sem er 79 ára gamall, slapp úr fangelsi árið 1959. Yfirvöld í Vestur-Virginíu handsömuðu hann árið 1975 en honum var hins vegar sleppt og lét hann sig þá hverfa. Hann var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa ekið niður gangandi vegfaranda árið 1957, en vegfarandinn lést. Þetta kemur fram á vef BBC.

Undanfarin 20 ár hefur hann búið í Flórída þar sem hann hefur skipt reglulega um nafn. 

Lögreglan í Brevard-sýslu segist hafa beitt klækjabrögðum til að fá Freshwaters til að skrifa undir pappíra í þeim tilgangi að fá fingraförin hans. 

Lögreglan hafði hann undir eftirliti í eina viku og í framhaldinu mættu fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar ásamt lögregluþjónum heim til mannsins, sem bjó í hjólhýsi í Melbourne í Flórída. Þeir sýndu honum gamla ljósmynd og spurðu hvort hann þekkti manninn á myndinni. 

„Þeir sýndu honum myndina og hann sagðist ekki hafa séð þennan mann í langan tíma,“ sagði Tod Goodyear, hjá löreglunni í Brevard-sýslu.

„Hann játaði sök og sagði eiginlega: „Þið náðuð mér“.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert