Prentuðu tímarit með HIV-smituðu blóði

Austurrískt karlatímarit notaði blóð úr HIV-smituðum við prentun á nýjasta tölublaðinu. Tilgangurinn er að draga úr fordómum gagnvart þeim sem eru smitaðir.

Ritstjóri blaðsins segir að blóðsýni hafi verið tekin úr þremur einstaklingum sem allir eru smitaðir af HIV-veirunni. Því hafi svo verið blandað saman við blek sem notað var til að prenta blaðið.

Uppátækið hefur vakið miklar umræður í Austurríki og víðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert