Eiffel-turni lokað vegna vasaþjófa

Eiffel-turninn er lokaður í dag.
Eiffel-turninn er lokaður í dag. AFP

Eiffel-turninn í París er lokaður í dag og verða ferðamenn í borginni að láta sér nægja að skoða hann af jörðu niðri. Starfsfólk turnsins gekk út til að mótmæla uppgangi gengja vasaþjófa sem herja á svæðið.

Eiffel-turninn er vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í borginni. Sambærilegar mótmælaaðgerðir voru í Louvre-listasafninu árið 2013. Þá var sama vandann við að glíma: Vasaþjófagengi voru að gera alla brjálaða.

Starfsfólkið við turninn segist hafa fengið hótanir frá glæpagengjunum og að dæmi séu um líkamsárásir. Það vill að rekstraraðilar turnsins sjái til þess að öryggi sé fullnægt. Starfsmennirnir segja að á hverjum degi verði margir ferðamenn fyrir barðinu á vasaþjófunum.

Vasaþjófarnir eru sagðir mynda 4-5 manna gengi. Stundum eru gengin sem eru að verki á hverjum degi um 30 talsins. Þá slást þau og rífast sín á milli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert