Í myrkrinu birtist hákarl - myndband

Hver veit hvað leynist í hlýjum sjónum?
Hver veit hvað leynist í hlýjum sjónum? AFP

Grayson Shepard átti sér einskis ills von þegar hann var að kafa með félögum sínum undan ströndum Flórída fyrr í mánuðinum og sá stærðarinnar hvítháf birtast í myrku djúpinu. Hann segir það ógnvænlegasta við reynsluna hafa verið að hákarlinn kom auga á hann fyrst.

Shepard og félagar hans höfðu verið að veiða hinn ágenga ljónafisk þegar atvikið átti sér stað, en þá var Shepard á leið upp á yfirborðið. Hann var um það bil fimm metra undir sjávarborði þegar hákarlinn kom syndandi, en gat sig hvergi hreyft þar sem öryggisreglur kveða á um að kafarar komi upp úr dýpinu „í skrefum“ til að forðast að fá kafaraveiki.

Fyrst þegar Shepard varð var við hákarlinn synti háfurinn aftan að og framhjá honum og hvarf svo í skamma stund. Hann snéri síðan aftur og synti beint að Shepard, sem segir líklegt að net hans, sem var fullt af ljónafisk, hafi vakið áhuga háfsins.

Shepard óttaðist að hann myndi vekja ráneðli hákarlsins ef hann reyndi að synda í burtu og beið þess í stað átekta og mundaði skutulbyssu sína. Gæfan var honum hliðholl og hákarlinn synti á brott. Í stað þess að hætta á þriðju  heimsóknina frá skepnunni ákvað Shepard að taka sénsinn á kafaraveikinni og kom sér upp á yfirborðið í snarhasti.

Hann segir atvikið hafa verið eins og í verstu martröð; hann hafi verið algjörlega hjálparlaus. Þá segist hann munu hugsa sig tvisvar um áður en hann kafar aftur í sjó þar sem skyggni er takmarkað.

Go Pro-vél Shepard var í gangi þegar atvikið átti sér stað. mbl.is vekur athygli á byrjun og enda myndbandsins, sem gefa skýra mynd af „stemningunni“.

Huffington Post sagði frá.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/wOCdarqx4fk" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert