Sprenging í mosku í Sádi-Arabíu

Liðsmenn sérsveita í Sádi-Arabíu.
Liðsmenn sérsveita í Sádi-Arabíu. AFP

Sprenging varð í mosku sjíta í austurhluta Sádi-Arabíu í dag, föstudag. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. 

Innanríkisráðuneyti landsins segir að sprengingin hafi verið mikil. Hún var gerð í bænum Kudeih í Qatif-héraði en þar eru sjíta-múslímar meirihluti íbúanna.  

Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu hafa birt myndir af vettvangi þar sem sjá má lík liggja við rústir moskunnar. Þá hefur m.a. komið fram að í það minnsta fjórir hafi látist og einhverjir særst.

Sjúkrahúsið í Qatif-héraði sendi neyðarkall og bað um blóðgjafir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert