16 ára stúlka brennd lifandi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

16 ára stúlka var lamin og brennd til dauða í Guatemala af æstum múg eftir að hún var sökuð um að hafa drepið leigubílstjóra. Eftir að hafa mátt þola barsmíðar var olíu hellt yfir hana og kveikt í henni. Stúlkan engdist um af kvölum þar til hún lést.

Samkvæmt fréttum var stúlkan sökuð um að vera hluti af hóp sem drap 68 ára gamlan leigubílstjóra. Hópurinn á að hafa flúið vettvang glæpsins en hún náðist og lenti strax í klónum á æstum múgnum sem tóku lögin í sínar hendur. Ódæðið var tekið upp og þar sést fólk af báðum kynjum og á öllum aldri taka þátt og fylgjast með aftökunni.

Atburðir svipaðir þessar eru algengir í Guatemala. Fólk tekur þá lögin í sínar hendur og þeir einstaklingar sem ásakaðir eru um einhvern glæp oft brenndir lifandi. Í mars voru tveir menn sakaðir um að hafa stolið bíl og var annar þeirra brenndur lifandi en hinn hengdur.

Mikill fjöldi gengja og spilltra eða óhæfra lögreglumanna gera það að verkum að sjötta hæsta morðtíðni í heimi er í landinu og innan við fjögur prósent af morðum enda með sakfellingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert