35 létu lífið í aurskriðum og flóðum

AFP

Í það minnsta 35 manns hafa látið lífið í aurskriðum og flóðum í suðurhluta Kína. Þrettán er enn saknað, að sögn fréttaveitunnar Xinhua.

Mikil rigning og óveður hefur gengið yfir að minnsta kosti sex héruð undanfarna daga. Úrkoman hefur sums staðar ekki verið meiri í fjörutíu ár.

Þó er gert ráð fyrir að það muni draga verulega úr úrkomunni næstu klukkutímana, að sögn kínversku veðurstofunnar.

Í frétt AFP segir að ástandið sé einna verst í héraðinu Guizhou í suðvesturhluta landsins. Þar hafa ellefu manns látið lífið og átta er saknað síðan á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert