Kosið í Póllandi í dag

Bronislaw Komorowski, núverandi forseti Póllands.
Bronislaw Komorowski, núverandi forseti Póllands. AFP

Síðari umferð forsetakosninganna í Póllandi fer fram í dag, sunnudag. Nú verður kosið á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna, Bronislaws Komorowskis, núverandi forseta, og Andrzejs Duda, leiðtoga helsta stjórnarandstöðuflokksins.

Lítill munur, varla marktækur, hefur mælst á milli þeirra í skoðanakönnunum. Í fyrri umferðinni hlaut Duda 34,76% greiddra atkvæða en Komorowski 33,77%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert