Þrír látnir og nokkurra saknað eftir flóð

Ástandið er slæmt víða.
Ástandið er slæmt víða.

Þrír hið minnsta eru látnir og mörg hundruð heimili hafa eyðilagst í flóðum í suðurhluta Bandaríkjanna. Tveir létust af völdum veðurs í Oklahoma og karlmaður beið bana í Texas.

Á sumum svæðum nam sólarhringsúrkoman 25 cm en spáð er áframhaldandi votviðri. 

Átta er saknað í nágrenni við fljótið Blanco í Texas. Tvö börn eru þar á meðal, að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. 

Fram kemur á vef BBC, að Jonathan McComb hafi verið heima hjá sér í Wimberley ásamt eiginkonu sinni, syni og dóttur þegar flóð hreif með sér húsið þeirra. McComb var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús en eiginkona hans og börnin eru ófundin. Þá er fimm til viðbótar saknað eftir að flóð gekk yfir svæðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert